30.04.1926
Neðri deild: 66. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1468 í B-deild Alþingistíðinda. (1041)

99. mál, vörutollur

Fjármálaráðherra (JÞ):

Út af spurningu hv. 2. þm. Reykv. (JBald) hefi jeg engu við að bæta þau ummæli, sem jeg hefi áður haft um þetta frv. og þær afleiðingar, sem það kynni að hafa. Þó vil jeg taka það fram, að það er ekki rjett að segja, að það sje tilætlun mín, að á næsta þingi verði tekjuskerðing unnin upp með nýjum álögum. En jeg hefi bent á, að ef þær breytingar verða á tekjum ríkissjóðs vegna þeirra erfiðleika, sem landsmenn eiga við að stríða á atvinnusviðinu, að sjáanlegt þyki, að þar muni ekki nægja, mun jeg telja mjer skylt að bera fram tillögu til þess að bæta úr því. En jeg geri mjer nú vonir um, að til þess þurfi ekki að koma.