10.04.1926
Neðri deild: 50. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1665 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

93. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Allshn. hefir ekki haft tækifæri til að ræða þessa brtt. á þskj. 303 á fundum sínum, en mjer skilst á því, sem komið hefir fram í umræðum áður á nefndarfundum, að nefndin geti fallist á þessa brtt. hæstv. fjrh.

Það var töluvert rætt í nefndinni, hvort tiltækilegt væri að setja í frv. ákvæði um þetta; en þar sem lögskipað er um að afla þessara skipulagsuppdrátta, og sumstaðar þar, sem mælt hefir verið, eru þeir komnir dálítið á leið, getur verið varhugavert, meðan skipulagsnefndin er ekki búin að ljúka störfum sínum um þá, að hægt sje að byggja eða gera annað, sem fari í gagnstæða átt við tillögur skipulagsnefndar.