05.05.1926
Neðri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2029 í B-deild Alþingistíðinda. (1685)

110. mál, sala á síld o. fl.

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg er hræddur um, að ekki náist allur sá góði tilgangur, sem hv. flm. hafa með frv. þessu. Held jeg, að þeir verði fyrir vonbrigðum, ef þeir gera sjer miklar vonir um gagnsemi þessa frv. fyrst um sinn. Þó held jeg, að það sje spor í rjetta átt, og mun jeg því greiða atkvæði með því. Þetta er spor, sem þarf að stíga, til þess að útiloka óeðlilega samkepni þeirra manna, sem ekki eiga að hafa leyfi til að stunda veiðar eða keppa við Íslendinga um síldarsöluna, sem sagt, spor til að eyða leppunum. En þeir held jeg, að sjeu fleiri hjer á landi en flesta grunar, og skaðlegri atvinnuvegum vorum en menn hafa alment gert sjer grein fyrir.