14.05.1926
Efri deild: 76. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 2061 í B-deild Alþingistíðinda. (1709)

110. mál, sala á síld o. fl.

Sigurður Eggerz:

Jeg get vísað til þess, sem jeg hefi áður sagt um þetta mál. Aðeins vil jeg taka það fram, að vígi hinnar frjálsu verslunar er tekið að veikjast í Íhaldsflokknum. Því að altaf þegar eitthvert vandamál kemur fyrir, finnur flokkurinn ekkert annað ráð til að leysa hnútinn en einokun. Jeg get ekki öfundað stjórnarflokkinn af þessu stefnuskrármáli (!). Því að þeir eru nú víst orðnir nauðafáir, sem halda þar uppi vörnum fyrir frjálsa verslun. En jeg hefi ekki trú á því, að nokkurt bjargræði sje í því að mynda hjer síldar-„trust“, því að það er það, sem farið er fram á í frv. — Annars vil jeg í fullu bróðerni ráða stjórnarflokknum til að ganga til kosninga næst undir einhverju öðru merki en hinni frjálsu verslun.