12.05.1926
Neðri deild: 77. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 564 í C-deild Alþingistíðinda. (2264)

98. mál, strandferðaskip

Forseti (BSv):

Jeg vil benda hv. þm. V.-Húnv. (ÞórJ) á það, að hjer er nokkru öðru máli að gegna, og verður að fara um þetta mál eftir öðrum ákvæðum 43. gr. þingskapanna, þar sem þess var krafist af þdm. á fundi í gær, að málið yrði tekið fyrir. Þótt ekki sje það á dagskrá, þá er hjer ekki um afbrigði að ræða, þar sem þessi áskorun er rjett fram komin, og þarf því ekki nema einfaldan meiri hluta fundarmanna til þess, að þetta mál megi koma fyrir.