11.03.1926
Neðri deild: 28. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í C-deild Alþingistíðinda. (2356)

62. mál, slysatryggingar

Flm. (Jón Auðunn Jónsson):

Það mun vera af ókunnugleika, ef hv. 2. þm. Reykv. (JBald) heldur, að þessi lög kreppi ekki hart að smábátaútgerðinni. Á Vesturlandi er það svo, að þar munu margir bátar hætta, ef þessu verður ekki breytt. Þessi viðbót er ekkert smáræði fyrir jafn-tekjurýran útveg og hjer á hlut að máli. Jeg held, að það sje talið sæmilegt, ef svona bátar hafa 300 kr. afgang á ári að frádregnum kostnaði.

Að láta lögin bíða, þar til allir gallar þeirra sjást að fullu, getur orðið dýrkeypt. Hitt er viti nær að bæta strax úr auðsæustu göllum og þeim, sem harðast koma niður, það tjáir ekki að skella við því skolleyrunum.