29.03.1926
Efri deild: 40. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í D-deild Alþingistíðinda. (2851)

53. mál, tilfærsla á veðrétti ríkissjóðs í togurum

Jóhannes Jóhannesson:

Hv. 4. landsk. (IHB) sagðist ekki mundu greiða atkvæði með þessari tillögu, af því að hún mundi skapa fordæmi. En jeg held, að engin hætta sje á slíku, því að sú stjórn, sem nú situr við völd, mun alls ekki fara að taka á sig ábyrgð, sem ekki er betur um búið en hjer hefir átt sjer stað. Og í öðru lagi er jeg viss um, að þó að andstöðuflokkur núverandi stjórnar verði í meiri hluta og myndi stjórn, þá hafi hann þegar lært svo mikið af þessu máli, að hann gangi ekki aftur í slíka ábyrgð sem þessa.

Jeg held því, að þetta geti ekki skapað fordæmi.