09.03.1926
Neðri deild: 26. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 856 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

3. mál, happdrætti og hlutaveltur

Jón Baldvinsson:

Jeg gat þess við 2. umr. þessa máls, að jeg myndi ef til vill koma með brtt. við 1. gr. frv.. í þá átt, sem jeg þá gerði athugasemd um. Nú liggur þessi brtt. fyrir á þskj. 71, og hljóðar svo, að í staðinn fyrir „dómsmálaráðuneytisins“ komi: bæjar- eða svejtarstjórnir, þar sem happdrættið fer fram. Þessi brtt. mín er bygð á því, að það geti oft verið um svo lítilfjörlegt að ræða, smærri happdrætti úti um sveitir, að þá sje það alt of mikil fyrirhöfn að fara að senda beiðni til stjórnarráðsins um það; þess vegna vil jeg láta bæjar- og sveitarstjórnir um það, og einkum af því, að þetta frv. fer fram á það að banna happdrætti innan fjelaga. Það gengur lengra en áður hefir verið gert, þar sem ekki munu hafa verið lögð höft á slíka starfsemi innan fjelaga. Þess vegna kom jeg fram með þessa brtt. Vona jeg að hv. deild geti samþykt hana.