07.05.1926
Efri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í D-deild Alþingistíðinda. (2961)

86. mál, rýmkun landhelginnar

Forsætisráðherra (JM):

Jeg sagði þegar í byrjun, að ekki væri mikil von til þess að vinna á í þessu máli að svo stöddu, en að það sje mikil fjarstæða að fara fram á þetta, nær engri átt. Þetta mál hefir komið til tals við Englendinga áður, og svörin hafa ekki verið þannig, að óhugsandi sje, að eitthvað geti miðað áleiðis. Einu sinni kom hingað ensk flotadeild. Það var í tíð landshöfðingja. Og var þá friðun Faxaflóa rædd við hana, og var þá ekki talið óhugsandi, að mál þetta næði fram að ganga, ef einhver fríðindi kæmu í staðinn. (JJ: Ófriðun suðurstrandarinnar?). Um eitthvað svipað hefir verið rætt milli Englendinga og Norðmanna nýlega, eins og kunnugt er.

Annars verður hv. deild að skera úr um það, hvort hún samþ. þáltill. eða ekki. Jeg tel, að hana beri að samþykkja.