05.05.1926
Efri deild: 67. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í D-deild Alþingistíðinda. (3172)

100. mál, málshöfðun gegn Sigurði Þórðarsyni

forseti (HSteins):

Úr því að þessi dagskrá er komin fram og jeg hefi heyrt á flm. hennar (GunnÓ), að afstaða hans breytist ekkert, eða hann hafi ekki í hyggju að láta breytingu á dagskránni fara fram, þrátt fyrir það, að 1. liðnum í till. yrði breytt, þá sje jeg ekki annað fært en að bera dagskrána upp. En ef hún verður feld, þá mun jeg taka málið út af dagskrá, til þess að flm. (JJ) gefist kostur á að breyta till. að einhverju leyti.