28.04.1926
Efri deild: 61. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í D-deild Alþingistíðinda. (3200)

108. mál, svifting ofdrykkjumanna lögræði og fjárræði

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vil aðeins leyfa mjer að gefa þá upplýsingu, að í þau 8 ár, sem jeg er búinn að vera bæjarfógeti, hefir aldrei verið synjað um lögræðissviftingu, sem um hefir verið beðið. Það getur þess vegna ekki verið svo brýn nauðsyn til þess að gera þessa lagabreytingu. (JJ: Það vantar skilyrðið um ofdrykkjuna). Nei. Hafi um drykkjuskaparóreglu verið að ræða, svo að læknir hefir treyst sjer til að gefa vottorð um, að viðkomandi maður sje vegna drykkjuskapar ófær til að stjórna sjálfum sjer eða fjármunum sínum, þá er mjer óhætt að fullyrða, að aldrei hefir verið synjað um lögræðissviftingu.

Jeg tek það enn fram, að þessi till. er fram komin af því, að ekki hefir verið athugað nógu rækilega, hvernig núgildandi löggjöf er „praktiseruð“ í þessu efni.