04.05.1926
Neðri deild: 69. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í D-deild Alþingistíðinda. (3229)

107. mál, mæling á siglingaleiðum

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg segi alveg það sama fyrir Strandasýslu og sá hv. þm., sem nú var að ljúka máli sínu, sagði um Vestur-Húnavatnssýslu. Jeg vil fá að heyra skýr svör um það, áður en jeg greiði atkv. um að vísa málinu til stjórnarinnar, hvort jeg megi reiða mig á, að þessar mælingar á Ströndum verði ekki látnar sitja á hakanum. Hitt skil jeg vel, þó að hv. þm. N.-Þ. (BSv) greiði atkv. með því að vísa málinu til stjórnarinnar, þegar hæstv. atvrh. (MG) hefir gefið honum loforð um, að Leirhöfn verði mæld upp þegar í sumar.