15.03.1926
Efri deild: 28. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 922 í B-deild Alþingistíðinda. (417)

12. mál, kynbætur hesta

Ingibjörg H. Bjarnason:

Hv. 6. landsk. (ÁH) beindi því til mín, hvernig jeg tæki brtt. á þskj. 129. Jeg fæ ekki sjeð, að kjörgengi kvenna í málefnum sveita og kaupstaða sje svo skylt þessu starfi, að það þurfi á nokkurn hátt að rekast á, þótt eigi gildi sömu ákvæði. Heldur fer einmitt fram sjerstök kosning í nefnd þessa, eins og sagt er í 2. gr. frv. Tek jeg því ekki sömu afstöðu í þessu máli og í atkvgr. um fyrnefnt frv., því að hjer er um algerlega óskylt mál að ræða.