09.03.1926
Efri deild: 23. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í B-deild Alþingistíðinda. (537)

20. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Jeg vildi aðeins geta þess, að 4. brtt. var til orðin áður en nál. var samið, og það var jeg, sem leit skakt á titil frv., þegar jeg samdi nál., en ekki nefndin. Nefndin hafði auðvitað samþykt að koma fram með brtt. áður en nál. var samið. Hinsvegar erum við fúsir til þess að verða við ósk hæstv. fjrh. og taka brtt. aftur til 3. umr.