06.05.1926
Efri deild: 68. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (701)

7. mál, fræðsla barna

Guðmundur Ólafsson:

Út af ummælum hv. 1. þm. Eyf. (EÁ) vil jeg taka það fram, að jeg veit ekki betur en að samkvæmt þeim sveitarstjórnarlögum, sem nú gilda, þá geti konur skorast undan kosningu. Og jeg veit ekki betur en að lögin um fræðslu barna sjeu líka skilin svo hvað þetta snertir, enda er rjett, að um slíkt fari eftir aðallögunum um kosningar í sveitarmálefnum. Jeg veit til þess í Húnavatnssýslu, að konur hafa skorast undan slíkri kosningu, og hefir verið litið svo á, að þeim væri það rjett. Mjer finst því, eins og þetta frv. liggur fyrir, þá sje það rjett hjá hv. 4. landsk. (IHB; að taka ákvæði um þetta inn í frv. Jeg held, að skilningur hv. 1. þm. Eyf. í þessum efnum hafi ruglast síðan frv. um hrossakynbætur var hjer á ferðinni. Því að það var ekkert meiri ástæða fyrir hann að koma þar með sjerstakar till. vegna kosningar í kynbótanefnd. með sjerstöku tilliti til kosningar kvenna í þá nefnd, eins og hv. þm. gerði þá, heldur en nú, þegar hann áfellist hv. 4. landsk. fyrir sína till. hjer.