10.05.1926
Efri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

126. mál, verðtollur

Jónas Jónsson:

Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, sem í fyrsta lagi lýtur að því, sem búið er að taka fram af hv. frsm. (JJós), að tollur þessi var í upphafi hugsaður sem bráðabirgðatollur meðan verið væri að grynna á skuldum ríkisins. En þar sem brtt. hæstv. fjrh. ganga í þá átt að gera þennan toll varanlegan, þá virðist mjer vera ástæða til að spyrja, hvort rjett sje að gera slíka breytingu án þess að bera málið undir þjóðina, eins og fleiri skattalög. En það, sem kemur mjer til þess að greiða atkvæði móti frv., er afgreiðsla annars tollafrv., sem gengur út á það að gefa eftir stóran tekjustofn, sem ríkissjóð munar mikið um. Og ef hæstv. fjrh. getur sætt sig við það að gefa eftir mörg hundruð þús. kr. á öðrum lið, þá er minni ástæða til þess að ganga inn á till. hans í þessu máli. Það er þá bersýnilegt, að stjórnin kærir sig ekkert um peninga, sem hún á þó að rjettu lagi að fá og getur haldið.