08.03.1926
Neðri deild: 25. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1356 í B-deild Alþingistíðinda. (967)

55. mál, framlag til kæliskápakaupa o. fl.

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg ætla aðeins að segja örfá orð, til þess að láta í ljós mína mjög miklu gleði yfir því, að þetta mál er þannig borið fram nú, og tjá hv. landbn. þakkir fyrir það, að hún hefir borið málið fram.

Það er ekki nema rúmt ár síðan milliþinganefndin í kæliskipsmálinu skilaði áliti sínu. Það var mjög ánægjulegt fyrir minni hl. þeirrar nefndar, að Nd. tók til greina allar till. hennar, nema einmitt þennan lið, sem nú er borinn fram. Það var sem sje lögð áhersla á það í minni hl. að útvega skip í þessum tilgangi í hendur landsmönnum. Nú þykist jeg sjá af öllu, að nú muni það verða gert. Jeg býst við, að þessi leið, sem landbn. hefir stungið upp á og samningar hafa staðið um milli stjórnarinnar og Eimskipafjelagsins, sje mjög heppileg leið. Og jeg tek undir með hv. frsm. landbn., að óska, að þetta megi verða landbúnaðinum til gagns. Þó að fjárhæðin sje stór, þá geri jeg ráð fyrir, að engum vaxi hún í augum engum, sem sannfærður er um það, að þetta er eitt af þeim stóru sporum til þess að lyfta landbúnaðinum.