01.04.1927
Neðri deild: 44. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1885 í B-deild Alþingistíðinda. (1409)

115. mál, bankavaxtabréf

Benedikt Sveinsson:

Jeg vildi leyfa mjer með örfáum orðum að gera grein fyrir atkvæði mínu um frv. það, sem hjer liggur fyrir. — Þó að jeg að vísu sje ekki ánægður með brtt. hv. þm. Str. eins og hún nú liggur fyrir, þá mun jeg þó greiða atkvæði með henni vegna þess, að jeg fylgi þeirri stefnu, sem hv. þm. (TrÞ) hefir í sjálfu gengismálinu. Jeg er sömu skoðunar og hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ) um það, að það eitt sje rjett, þegar lán eru veitt, að ákveða þau í gullkrónum og greiða þau út samkvæmt því, og sjeu vextir og afborganir greiddar á sama hátt.

Jeg mun því greiða atkvæði með brtt. á þskj. 271, samkvæmt stefnu minni í gengismálinu.