18.05.1927
Efri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2042 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

112. mál, Mosfellsheiðarland

Jónas Jónsson:

Jeg vil fara fáeinum orðum um mál þetta, því að sumt mælir því í mót, en sumt með. Það, sem mest mælir í mót, er það, að hreppsnefndin í Mosfellshreppi hefir áður farið gálauslega og ráðlaust með samskonar eign, og mun mótspyrna manna aðallega stafa af því. Jeg álít því, að heppilegt hefði verið að setja hjer eitt skilyrði — sem vel má gera enn með skriflegri brtt. —, að ef landeign þessi er aftur látin úr eign hreppsfjelagsins, þá hefði ríkissjóður altaf forkaupsrjett að því, með sama verði og það nú er selt. Vil jeg hjer með skjóta þessu til hv. 1. þm. G.-K. (BK), og hygg jeg, að þótt seint sje, megi slá þennan varnagla. Með þessu móti yrði það tryggara, að heiðarlandið yrði ekki gróðabrallsmönnum að bráð. Á hinn bóginn er hreppnum nú þörf á þessu landi.