14.05.1927
Efri deild: 74. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2089 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

3. mál, gjald af innlendum tollvörutegundum

frumvarpinu til bóta, ef í það væri sett ákvæði við brtt. meiri hlutans um ívilnanir til þeirra iðnaðarfyrirtækja, sem tekið hafa til starfa og taka til starfa á tímabilinu frá 1. jan. þ. á. til þess tíma, er lög þessi öðlast gildi. Hann vildi, að meiri hlutinn tæki brtt. sína aftur til nánari athugunar, en fjell frá því, þegar honum var bent á það af forsætisráðherra, að ekki þyrfti að breyta tillögunni til þess að laga þetta, heldur mætti gera það með því að bæta málsgrein við hana. Nú hefir meiri hl. nefndarinnar athugað þetta og fallist á þessa breytingu, og ber því fram brtt. í þessa átt ásamt hv. 4. landsk. (MK). Legg jeg svo til, að frv. verði samþykt með þeirri breytingu.