11.04.1927
Efri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2147 í B-deild Alþingistíðinda. (1677)

37. mál, fjáraukalög 1926

Frsm. (Einar Jónsson):

Jeg býst við því, að hv. deildarmenn geti verið nefndinni sammála um það, að hjer þurfi ekki langa framsögu, svo að hjer fylgist að stutt framsaga og stutt nál. Hv. Nd. hefir haft þetta mál til athugunar og ekki fundið ástæðu til að hrófla við neinu, nema á einum stað hefir hún hækkað útgjöldin um 1000 kr. Fjvn. Ed. hefir nú athugað þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu, að hjer sje um sjálfsögð gjöld að ræða, og leggur því til, að háttv. deild samþykki frv. þetta án breytingar.