17.05.1927
Neðri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2254 í B-deild Alþingistíðinda. (1746)

18. mál, laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins

Ásgeir Ásgeirsson:

Það er að vísu rjett hjá hæstv. forsrh., að þótt skipin væru gerð að skólaskipum, þá þyrftu að vera nokkrir vanir menn á þeim. Það á vitanlega við um yfirmenn og eins um eitthvað af hásetum, —jeg skal ekki segja, hve margir þeir eru. En þó liggur það í augum uppi, að ef allir eru gerðir að föstum starfsmönnum með ákveðnum launum samkvæmt því frv., sem hjer er um að ræða, þá tefur það mjög fyrir þeirri hugmynd, að gera skipin að skólaskipum. Þótt slíkt yrði samþ. einhverntíma, mundi framkvæmd án efa tefjast meðan mannaskifti eru að verða. Skipaða menn er ekki hægt að losna við nema þeir fremji afglöp. En sá ávinningur, sem mætti af því verða að gera skipin að skólaskipum, er meðal annars það, að fá þarna ódýran vinnukraft handa ríkinu.