07.05.1927
Neðri deild: 69. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2435 í B-deild Alþingistíðinda. (1828)

19. mál, varðskip ríkisins

Jón Auðunn Jónsson:

Það er að bera í bakkafullan lækinn að segja meira um þetta mál. En orð hv. frsm. 3. minni hl. (HjV), að sá sje vinur, sem til vamms segir, fá mig til að standa upp. Mjer finst blærinn á sögum hv. þm. vera miklu líkari því, sem Gróa sagði forðum: „Ólyginn sagði mjer, en blessaður berðu mig ekki fyrir því!“ Enda sýnist tilgangurinn svipaður og hjá Gróu sálugu. (HjV: Hefi jeg ekki sagt alt opinberlega?).