27.04.1927
Efri deild: 59. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3143 í B-deild Alþingistíðinda. (2032)

20. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Björn Kristjánsson):

Viðvíkjandi fyrirspurn hv. 2. þm. S.-M. (IP) skal jeg svara því, að jeg hygg, að þetta ákvæði, sem hann spurði um, nái ekki til bankaráðsins. Okkur datt að vísu í hug að taka þetta upp, en hurfum frá því, enda er það hvergi gert annarsstaðar. Í norsku bankalögunum er tekið fram, að ekki mega vera venslamenn bankastjóranna í bankaráðinu, en ekki ákveðið nánar. Það hefir þótt nægilegt að taka fram það hættulegasta, sem er venslin.