10.03.1927
Neðri deild: 26. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í C-deild Alþingistíðinda. (2253)

10. mál, heimavistir við Hinn almenna menntaskóla

Frsm. minni hl. (Bernharð Stefánsson):

Minni hl. mentmn. hefir leyft sjer að flytja brtt. við frv. þetta á þskj. 152. Hún fer fram á, að heimavistahús við mentaskólann verði reist, þegar fje verður veitt til þess á fjárlögum.

Við 2. umr. færði jeg rök fyrir því, að rjett væri að binda framkvæmd þessa máls við þessa tilhögun, að byggja ekki fyr en veitt væri sjerstaklega til þess á fjárlögum. Mjer virtist svo á ummælum hæstv. dómsmrh. (MG) og hv. frsm. meiri hl. (MJ), að þeir myndu fúsari að ganga inn á slíkar breytingar við lagafrumvarpið sjálft en aðhyllast dagskrártillögu okkar minni hl. Vænti jeg því, að þessi brtt. fái betri undirtektir en dagskrártillagan.

Sje jeg svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta nú, því jeg vil ógjarnan vekja upp þær umræður, sem urðu um málið við 2. umr.