06.05.1927
Neðri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 779 í C-deild Alþingistíðinda. (2778)

64. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum

2778Hjeðinn Valdimarsson:

* Jeg þarf ekki langt mál til þess að svara hv. síðasta ræðumanni.

Hann sagði, að jafnaðarmenn í bæjarstjórn Reykjavíkur reyndu að ná í alt, sem borgarar bæjarins hefðu undir höndum. Jeg veit ekki, hvar háttv. þm. hefir orðið þessarar rángirni jafnaðarmanna var, og jeg hygg, að hann þurfi ekki að óttast hana meðan flokkur hans er í meiri hluta í bæjarstjórn. Og þó hann skoði eignarrjettinn farsælan, þá skerðir þetta á engan hátt eignarrjett manna yfir fasteignum þeirra.

Þá gat hv. þm. þess, að óheppilegt væri að ákveða 5 árum fyrirfram um kaupin. En þetta er misskilningur hjá hv. þm. Það er aðeins ákveðið um forkaupsrjettinn, en sá, sem hefir hann, er ekki skyldugur að notfæra sjer hann með því að kaupa, en gerir það því aðeins, að hann vilji það.

*Ræðuhandr. óyfirlesið af þm.