09.03.1927
Efri deild: 23. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í D-deild Alþingistíðinda. (3178)

70. mál, rannsókn á akvegarstæði

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg ætlaði að benda á það sama og hv. þm. Seyðf. (JóhJóh) nú hefir gert. Annars voru það tvö atriði í ræðu hv. 5. landsk. (JBald), sem jeg vildi leiðrjetta. Hann sagði, að ekki væri hægt að veita nú þegar fje til akvegarins, af því að engin kostnaðaráætlun hafi verið samin. Það er vissulega hægt að veita fje, þótt svo sje, því að þótt veittar væru t. d. 100 þús. kr., væri það vissulega óhætt, þar sem allur vegurinn mun koma til að kosta á 3. hundrað þús. kr. Það hefir verið athugað, hvað vegurinn myndi kosta, og þegar tillit er tekið til kostnaðarauka fram úr áætlunum á öðrum vegum, kostar hann minst 350 þús. kr. Það er því ekkert afgerandi, þótt kostnaðaráætlun vanti. Vilji einhverjir þm. koma fram með fjárveitingartill. við fjárlögin til þessa vegar, er það alhægt. Hv. 5. landsk. (JBald) getur komið fram með slíka till., ef hann vill.