12.04.1927
Efri deild: 51. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 234 í B-deild Alþingistíðinda. (332)

48. mál, notkun bifreiða

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Nefndin leit svo á, eftir að brtt. á þskj. 302 hafði verið samþykt af hv. deild, að það væri nauðsynlegt að færa til tilvísun í lögunum, sem snertir undanþágu frá tryggingarskilyrðum, sem menn geta fengið með því að setja veð til lögreglustjóra, og flutti þessa brtt., sem útbýtt var á þskj. 348, en við nánari athugun þá hefir nefndin sjeð það, að brtt. á þskj. 302, í stað þess, eins og virtist í fyrstu, að hún yrði ný málsgrein í frv., verður aðeins áframhald af 17. gr. og myndar ekki neina nýja málsgrein, þá er það auðsætt, að undanþáguskilyrðið nær til greinarinnar óbreyttrar eins og hún er, og þess vegna álítur nefndin rjett að taka þessa brtt. á þskj. 348 til baka.