28.03.1927
Efri deild: 38. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í D-deild Alþingistíðinda. (3321)

101. mál, styrkur handa stúdentaefnum frá gagnfræðaskólanum á Akureyri

Flm. (Jónas Kristjánsson):

Mjer dettur ekki í hug að svara ósvífni hv. 5. landsk. (JBald). Hún ber vott um svo lágt siðferðisástand, að jeg vil ekkert við hann eiga. Þótt hv. 1. landsk. (JJ) hafi lagt mig í einelti og ofsótt, sem vottanlegt er, þá veit jeg, að honum gengur ekki einungis illgirni til, eins og hv. 5. landsk. (JBald), heldur er það hans andlegi sjúkleiki, sem því veldur, eftir því sem jeg hefi komist næst um sálarástand hans. Hann er ekki andlega heilbrigður, og því get jeg fyrirgefið honum.