05.04.1927
Neðri deild: 47. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 237 í B-deild Alþingistíðinda. (344)

87. mál, sala þjóðjarðarinnar Sauðár

Frsm. (Árni Jónsson):

Það eru aðeins örfá orð frá minni hendi, enda er hjer ekki um neitt stórmál að ræða, auk þess sem allar nánari ástæður eru teknar fram í greinargerð frv. og nál. því, sem fylgir.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu hefir mælt með því, að Sauðárkrókshreppur fengi keypta þessa jörð. Hreppurinn er landlítill, en hefir fjárfjölda að mun meiri en títt er um kauptún af sömu stærð. Er honum því full nauðsyn á að geta aukið slægjulönd sín og fengið meira land til beitar.

Samskonar heimild og þetta hefir Alþingi gefið áður, t. d. um sölu Leynings til Siglufjarðar 1924, Ögurs og Sellóns til Stykkishólms 1919, og enn lengra er síðan leyft var að selja Kjarna Akureyrarkaupstað.

Get jeg því búist við, að hv. þdm. fallist á frv. eins og það liggur fyrir, og læt jeg því þessum fáu orðum lokið.