18.05.1927
Efri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 523 í D-deild Alþingistíðinda. (3526)

57. mál, sandgræðslugirðingar í Gunnarsholti

Einar Jónsson):

*) Það mun þykja mjög líklegt, að jafnmiklir starfsmenn eins og eru í hv. allshn. fái þakkir frá mjer fyrir afgreiðslu þessa máls. En það er þó svo, að jeg get ekki hrósað þeim fyrir frammistöðuna, með því að það hefir tekið hv. nefnd 3–4 mánuði að afgreiða þetta mál.

Hinsvegar skal jeg lýsa yfir því, að afgreiðslu málsins get jeg vel unað, að svo stöddu. Það er aðalatriðið fyrir mjer, að ríkið fái vexti af því fje, sem það hefir lagt í kostnað á þessum jörðum, en hitt var ekki farið fram á, að sett yrði upp kúabú, nema það þætti rjett að aflokinni rannsókn. Þannig ætlaðist jeg til, að till. yrði skilin. Sem sagt, jeg sætti mig við dóm nefndarinnar og dagskrártill., þó að jeg geti ekki hrósað nefndinni fyrir dugnað.

*) Ræðuhandr. óyfirlesið.