11.04.1927
Efri deild: 50. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í B-deild Alþingistíðinda. (497)

108. mál, veð

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frumvarp var flutt í hv. Nd. af allsherjarnefnd þeirrar háttv. deildar, eftir beiðni minni. — Ástæðan til þess var sú, að stjórnir bankanna hjer sneru sjer til stjórnarinnar og óskuðu, að frv. um þetta efni yrði lagt fyrir þingið. Töldu þær það mjög óþægilegt fyrir banka og sparisjóði að geta ekki tekið veð í afla skipa, en það hefir ekki hingað til verið hægt vegna löggjafarinnar.

Að svo mæltu leyfi jeg mjer að óska þess, að frv. verði, að þessari umr. lokinni, vísað til hv. allshn.