29.02.1928
Neðri deild: 35. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 604 í B-deild Alþingistíðinda. (100)

1. mál, fjárlög 1929

Hákon Kristófersson:

Það henti aftur minn góða vin, dómsmrh., að fara nýja hringferð kringum málefnið. Jeg sagði áðan, að jeg væri í raun rjettri sammála stefnu hans um Thorcilliisjóðinn, en jeg kannast alls ekki við, að hv. 1. þm. Skagf. hafi hróflað þar nokkuð við vilja gefandans. En ef hæstv. dómsmrh. vill maður heita, verður hann að hafa sömu aðferð gagnvart Herdísarsjóðnum og hann heldur nú fram, að rjett hefði verið að beita gagnvart Thorcillisjóðnum.