08.03.1928
Efri deild: 42. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2447 í B-deild Alþingistíðinda. (1339)

34. mál, varðskip landsins

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Þessi brenna Lögbirtingablaðsins, sem háttv. 3. landsk. nú vill reyna að telja sjer til tekna, er einmitt ákveðin bending um, að fyrv. stjórn hafi viljað láta aðra stjórn gera það, sem hún ekki vildi sjálf gera, og koma ábyrgðinni yfir á hana. Að þessi dráttur hafi ekki verið ásetningssynd hjá fyrverandi stjórn, er mjög ólíklegt, þar sem svo margir mánuðir voru liðnir og hún átti svo auðvelt með að vera búin að þessu.

Ekki er jeg heldur alveg viss um, að alt hafi verið í lagi hjá fyrv. hæstv. fjmrh. Að minsta kosti var skipshöfnin í megnustu óvissu um, hvað hún ætti að fá greitt. Um það getur háttv. 3. landsk. fengið upplýsingar. Þeir stóðu í þeirri meiningu, að það ætti að veita þeim stöðurnar, en hvenær og hvernig, vissu þeir ekki.