11.02.1928
Efri deild: 20. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í C-deild Alþingistíðinda. (1419)

79. mál, yfirsetukvennalög

Einar Árnason:

Jeg vildi aðeins fá nokkrar upplýsingar hjá hv. flm. um einstök atriði málsins. Eftir frv. eiga byrjunarlaunin að vera 300 kr., og þau eiga að svo að hækka 3. hvert ár upp í 500 kr. Þá er spurningin, hvort þær ljósmæður, sem gegnt hafa starfinu í 12 ár, þegar lögin ganga í gildi, eiga að fá hæstu laun strax eða taka byrjunarlaun.

Nú er það einnig svo eftir gildandi lögum, að sumt af laununum er greitt úr ríkissjóði, en sumt úr sýslusjóði, og nú sje jeg ekki á frv., hvort til er ætlast, að ríkissjóður greiði dýrtíðaruppbót á öll launin eða aðeins á sinn hluta þeirra. Það er svo um einn flokk starfsmanna, sem sje barnakennara, að ríkissjóður greiðir dýrtíðaruppbót á öll launin, þó að hann greiði eigi nema nokkurn hluta þeirra, og þykir mjer þetta atriði einnig þurfa skýringa við. Sem sagt, jeg veit ekki hvað fyrir hv. flm. vakir, en það skiftir talsverðu, hvernig hann ætlast til að þessu verði komið fyrir.