09.02.1928
Efri deild: 18. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í D-deild Alþingistíðinda. (2338)

73. mál, bréfaskifti milli stjórna Spánar og Íslands

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vil leyfa mjer að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forsrh. (TrÞ), hvort nokkur brjefaskifti hafi farið fram í þessu máli á milli stjórna Íslands og Spánar. Hafa ekki öll brjefaskifti snertandi það verið á milli utanríkisráðuneytisins danska og spönsku stjórnarinnar? Ef svo er, að slík brjefaskifti, sem hjer um ræðir, hafi aldrei átt sjer stað, þá fæ jeg ekki sjeð, að nefndin hafi nokkurt verkefni. En ef það væri eitthvert til, þá er jeg ekkert á móti nefndarskipuninni.