03.03.1928
Efri deild: 38. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2856 í B-deild Alþingistíðinda. (2607)

33. mál, vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg hefi ekki tekið og ætla mjer ekki að taka neinn þátt í stælum um þetta mál, en vil aðeins upplýsa dálítið viðvíkjandi þeim tveim dómum, sem hæstv. ráðh. nefndi.

Í öðrum dóminum var að ræða um gagnrýningu á fjelagsskap, sem allur almenningur hafði aðgang að, og því talið rjettmætt að benda á þá galla, sem því fyrirkomulagi væru samfara. En í hinu málinu var ráðist allhart á verslunaraðferð eins ákveðins fjesýslumanns og álitið, að með þeim ummælum hefði honum verið bakað tjón, eða að hann hefði beðið hnekki í sinni atvinnu, ekki beinlínis hrossaversluninni, heldur í kaupskan sínum alment. Ágreiningurinn, sem var á milli hjeraðsdómarans og hæstarjéttar í því máli. var aðeins um það, hvort stefndur í málinu hefði mótmælt nægilega skýrt upphæð skaðabóta þeirra, sem stefnandi krafðist. Hjeraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að mótmælin hefðu ekki verið nægilega ákveðin, og þess vegna yrði að binda sig við þá upphæð sem krafist var. Hæstirjettur áleit hinsvegar, að mótmælin væru nægilega ákveðin og þess vegna, væri rjett, að dómstóllinn metti það tjón sem stefnandi hefði beðið, en legði ekki sögusögn stefnanda til grundvallar.

Það er engin ákveðin regla um það í lögum. hve ákveðin og einskorðuð mótmæli gegn einhverri kröfu eigi að vera. Það getur altaf verið álitamál um það, og er því engin furða, þótt á það sje litið mismunandi augum.