25.01.1928
Neðri deild: 6. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2913 í B-deild Alþingistíðinda. (2679)

41. mál, sala á landi Garðakirkju í Hafnarfirði

Flm. (Ólafur. Thors):

Frv. þetta er flutt samkv. áskorun bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði, og fer það fram á heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Hafnarfjarðarkaupstað landskika, sem eru eign Garðakirkju, en eru þó í kaupstaðnum. Eins og greinargerðin ber með sjer, eru ástæðurnar fyrir þessu þær, að skipulagsnefnd hefir gert ráð fyrir, að annar bletturinn yrði notaður fyrir skemtigarð handa bæjarbúum, en hinn undir byggingar við aðalgötu bæjarins. Annars er bráðlega von á nánari upplýsingum um málið frá Hafnarfirði, og mun jeg sjá um, að þær verði sendar þeirri nefnd, sem væntanlega fær málið til meðferðar. Einnig vona jeg, að sú nefnd leiti álits kirkjumálastjórnarinnar um söluna. — Að svo mæltu get jeg látið staðar numið, en vænti þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og allshn.