30.03.1928
Neðri deild: 61. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3538 í B-deild Alþingistíðinda. (3275)

113. mál, verðtollur

Hannes Jónsson:

Jeg vil aðeins benda á það, að það er ómögulegt að vita um það, þegar frv. eru borin fram, hvernig þau verða afgr. Þótt flm. ætli þeim að komast í gegn óbreyttum, þá er ekki hægt að segja um það, hvort það tekst. Vissulega gátu menn búist við því, að þessi brtt. kæmi fram, og var því skynsamlegra fyrir þá að bíða með ráðstöfun um óvenjulegan vöruinnflutning, þar til þeir væru vissir um, hvernig frv. yrði afgreitt.