26.03.1928
Neðri deild: 57. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3659 í B-deild Alþingistíðinda. (3372)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Magnús Guðmundsson:

Það gleður mig að hæstv. atvmrh. finnur, að hjer er um áhættufyrirtæki að ræða, og jeg vil beina þeirri ósk til hans, að hann fari mjög varlega í þessu efni, því að af því getur leitt stórskaða fyrir ríkissjóð, ef ekki er gætt allrar varfærni, og jeg leyfi mjer að efast um, að hægt sje að búa svo um þetta fyrirtæki, að ekki sje hætta á ferðum.

Hæstv. atvmrh. sagði, að jeg myndi ekki hika við að lána útgerðarmönnum fje til þess að koma upp síldarverksmiðju, og það jafnvel þótt þeir væru allir útlendir. — Þetta eru ekkert annað en staðlausar getsakir í minn garð, og neita jeg þeim gersamlega. Mjer hefir virst síldin reynast þannig, að þeir, sem reynt hafa að auðgast á henni, hafi ekki riðið feitum hesti frá þeim skiftum, og mjer er annara um ríkissjóð en útgerðarmenn, jafnvel þótt erlendir sjeu (! !).