03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3677 í B-deild Alþingistíðinda. (3401)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Það er til lítils fyrir hv. 2. þm. G.-K, að stökkva upp á nef sjer og mótmæla því, að hann hafi oft staðið upp til að fá málum frestað; það er á allra vitorði, að þessi hv. þm. hefir sett met í því á þessu þingi að tefja fyrir málum. Nú vil jeg benda á, að þetta mál var á dagskrá í gær. Þá var einn þeirra þm. viðstaddur, sem nú eru fjarverandi. Hefði hv. 2. þm. G.-K. verið umhugað um, að sá þm. greiddi atkvæði, og jafnframt viljað flýta störfum þingsins, var honum innan handar að óska þá atkvgr. um málið. Þetta gerði hann ekki, og er það ljósastur vottur um tilgang hans nú.