03.04.1928
Neðri deild: 64. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3734 í B-deild Alþingistíðinda. (3433)

92. mál, síldarbræðslustöðvar

Forseti (BSv):

Hv. þm. (HjV) er ekki meinað að segja sannleikann, en hann hefir svo gott vald á tungunni, að óþarft er fyrir hann að nota til þess óþingleg orð. En það, að segja, að annar þm. fari með „upplognar sakir“, er óþinglegt orðbragð og vítavert.