20.01.1928
Neðri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

Kosning fastanefnda

Ólafur Thors:

Jeg vil leyfa mjer að beina þeirri fyrirspurn til formanns hlutaðeigandi nefndar, hvort hún hafi þegar hafið sín störf; því að þótt mönnum þyki nauðsyn á, að fjvn. láti ekki á sjer standa um störf sín, þá er hitt ekki síður nauðsynlegt, að sú nefnd, sem fjallar um kosningu þingmanns, taki þegar til starfa og starfi látlaust þangað til hún kemst að einhverri niðurstöðu. Og jeg geri mjer von um, að þeir menn sjeu í þessari nefnd, að þeir geti afkastað því á þessum tíma að ákveða, hvort kosningin sje lögmæt eða ekki.