09.03.1928
Efri deild: 43. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4726 í B-deild Alþingistíðinda. (3936)

72. mál, dómsmálastarf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Halldór Steinsson:

Jeg vil gera örstutta grein fyrir afstöðu minni í þessu máli. Mjer hefir altaf fundist, að þessi laun væru of há í samanburði við laun annara starfsmanna ríkisins, og hefi verið því hlyntur og er enn, nú tilraunir væru gerðar til að samræma þessi laun við laun annara embættismanna. En eins og háttv. 3. landsk. þm. hefir bent á, nær þetta frumvarp ekki tilgangi sínum; svo framarlega sem þessir embættismenn verða á biðlaunum, verður sparnaðurinn lítill eða enginn. Það hefir verið bent á aðra leið, að afnema stærstu tekjuliðina, svo sem stimpilgjaldið, og það má gera á einfaldari hátt. Jeg mun greiða atkv. með frv. til 3. umr., en geri það í því trausti, að sú leið verði farin.