20.01.1928
Neðri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 29 í B-deild Alþingistíðinda. (40)

Kosning fastanefnda

Hjeðinn Valdimarsson:

Hv. 2. þm. G.-K. (ÓTh) tók fram, að vegna þess að Íhaldsflokkurinn kæmi ekki að þrem mönnum í sjö manna nefnd, nema beðið verði eftir úrskurði á kosningu þm. N.-Ísf., þá sje rjett að bíða þangað til. Jeg vil aðeins benda hv. 2. þm. G.-K. á það, að Íhaldsflokkurinn kæmi — jafnvel þótt kosningin yrði samþ. — ekki nema tveimur mönnum í nefndina, nema því aðeins, að telja megi hv. þm. Dal. (SE) í Íhaldsflokknum.