16.04.1928
Efri deild: 72. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4853 í B-deild Alþingistíðinda. (4063)

64. mál, hvalveiðar

Páll Hermannsson:

Jeg sje, að hæstv. fors.- og atvmrh. muni ekki koma í deildina, en jeg ætla samt að segja hjer örfá orð og láta í ljós, hvað það var, sem jeg ætlaði að spyrja hann um.

Jeg vildi segja það, að ef þetta frv. verður að lögum, þá álít jeg, að slíkt sjerleyfi beri einungis að veita innlendum manni eða fjelagi, sem hefir í höndum íslenskt fje og getur notað sjerleyfið sem íslenskir menn, en þarf ekki að vera fyrir framan hjá útlendingum. — Jeg ætlaði að spyrja hæstv. atvmrh., hvort hann ætlaðist ekki til, að þetta yrði þannig, og hefðu svör hans getað haft áhrif á atkvæði mitt í þessu máli. Jeg læt þessa getið til þess að menn þurfi síður að furða sig á því, þótt jeg greiði ekki atkv. um málið.