18.04.1928
Sameinað þing: 13. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 4875 í B-deild Alþingistíðinda. (4149)

Þinglausnir

Þá stóð upp forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, og las upp konungsumboð sjer til handa til þess að segja Alþingi slitið, þá er það hefði lokið störfum sínum.

Samkvæmt því umboði lýsti forsætisráðherra yfir því í nafni konungs, að þessu 40. löggjafarþingi Íslendinga væri slitið.