20.01.1928
Neðri deild: 2. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

Kosning fastanefnda

Magnús Jónsson:

Jeg ætla ekki að taka þátt í þessum deilum um flokkana, heldur aðeins gera grein fyrir mínu atkvæði um þessi afbrigði. Jeg greiði atkvæði móti þeim. Jeg er svo sannfærður um, að þessi aðferð stjórnarflokksins í þinginu í gær var einungis til þess að koma sínum vilja fram, að svifta Íhaldsflokkinn einu sæti í fjárveitinganefnd, að fresturinn mundi verða til þess eins, að nefndin skilar ekki málinu af sjer fyrir mánudag, þó að hún annars gæti það fyrir þann tíma. Það má svo sem nærri geta, að þar sem samtök voru um að bola þingmanninum burt frá þessum fundi, þá verði gerð samtök um að láta hann ekki komast á fund á mánudaginn, ef þá fyrst á að kjósa í nefndina.

Jeg vil því ekki tefja störf kjörbrjefanefndarinnar með því að verða með afbrigðunum.