22.02.1928
Neðri deild: 29. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1472 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

27. mál, bændaskóli

Magnús Guðmundsson:

Jeg man ekki betur en að hæstv. forsrh. lofaði við 2. umræðu þessa máls að svara ákveðnu atriði við þessa umræðu. Og nú vil jeg spyrja um, hvort þetta svar komi ekki.

Jeg verð að segja það, að það var bæði leitt og ilt, að brtt. skyldi ekki vera útbýtt fyrr en á fundinum, því að fyrir vikið er illkleift fyrir þm. að átta sig á þeim og taka afstöðu til þeirra. Hin skriflega brtt. hæstv. forsrh. er að mínu áliti miklu varlegri en till. þeirra hv. 2. þm. Skagf. og hv. þm. Mýr. Það er rjett að hafa skilyrðin ekki harðari fyrst um sinn, meðan fyrirkomulagið er að komast á. Annars var það aðalatriðið fyrir mjer, að ýta undir hæstv. forsrh. að svara.