10.02.1928
Efri deild: 19. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1561 í B-deild Alþingistíðinda. (618)

25. mál, kynbætur nautgripa

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil aðeins þakka nefndinni fyrir góða afgreiðslu frv. og skal taka það fram, að jeg hefi ekkert að athuga við brtt. nefndarinnar, en vil þó hinsvegar benda á það, að jeg get búist við, að 2. brtt., við 3. gr., geti orðið til ágreinings, sem sagt, það geti orðið ágreiningur um það, hverjir geti talist svo afskektir, að undanþiggja beri, o. s. frv. (JóhJóh: Það er nægilega skýrt, að kynbótanefnd á að úrskurða það). Það má vera, að svo verði litið á, og það er gott, að þetta atriði skýrist við umr.